Vér höfum hlýtt öllum fyrirmælum Jónadabs Rekabssonar, ættföður vors, sem hann setti oss. Því drekkum vér ekki vín svo lengi sem vér lifum, hvorki vér sjálfir, konur vorar, synir né dætur.
En um þig hef ég frétt að þú kunnir bæði að ráða í tákn og greiða úr vandamálum. Getir þú lesið þetta letur og sagt mér hvað það merkir skaltu hljóta að launum purpuraklæði, hálsfesti úr gulli og teljast hinn þriðji að tign í ríkinu öllu.“
Þá skipaði Belsassar að Daníel skyldi klæddur í purpura og gullfesti sett um háls honum. Jafnframt var því lýst yfir að hann skyldi teljast hinn þriðji að tign í ríkinu öllu.
Konungur kallaði háum rómi að sækja skyldi særingamennina, Kaldea og spásagnamennina. Og konungur tók til máls og sagði við vitringana í Babýlon: „Hver sem les þetta letur og segir mér hvað það merkir skal hljóta purpuraklæði, hálsfesti úr gulli og skipa þriðja æðsta tignarsess í ríkinu.“