Vér höfum hlýtt öllum fyrirmælum Jónadabs Rekabssonar, ættföður vors, sem hann setti oss. Því drekkum vér ekki vín svo lengi sem vér lifum, hvorki vér sjálfir, konur vorar, synir né dætur.
Þar færa menn honum lama mann sem lá í rekkju. Þegar Jesús sá trú þeirra sagði hann við lama manninn: „Vertu hughraustur, barnið mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar.“
er ég rifja upp fyrir mér hina hræsnislausu trú þína. Sú trú bjó fyrst í henni Lóis ömmu þinni og í henni Evnike móður þinni og ég er sannfærður um að hún býr líka í þér.
Brjóti maður af sér gegn öðrum manni getur Guð skorið úr en brjóti maður af sér gegn Guði, hver er þá fær um að úrskurða?“ En þeir hlustuðu ekki á föður sinn því að Drottinn vildi deyða þá.