7 Að óttast Drottin er upphaf þekkingar, afglöpum einum er í nöp við visku og tilsögn.
7 Ótti Drottins er upphaf þekkingar, visku og aga fyrirlíta afglapar einir.
En við manninn sagði hann: „Það er speki að óttast Drottin, viska að forðast illt.“
Að óttast Drottin er upphaf speki, þeir vaxa að viti sem hlýða boðum hans. Lofstír hans stendur um eilífð.
Hve lengi ætlið þér, fávísu menn, að elska fávísina og hinir háðgjörnu að hafa yndi af háði og heimskingjar að amast við þekkingu?
Sá sem hafnar leiðsögn lítilsvirðir sjálfan sig en sá sem hlýðir á umvöndun eykur skynsemi sína.
Að óttast Drottin er leiðsögn til visku, hógværð er undanfari sæmdar.
Afglapinn smáir leiðsögn föður síns en sá sem tekur umvöndun verður hygginn.
Heimskinginn keppir ekki að hyggindum heldur að gera skoðanir sínar kunnar.
þá mun þér lærast að óttast Drottin og veitast þekking á Guði.
Talaðu ekki fyrir eyrum heimskingjans því að hann fyrirlítur skynsemisorð þín.
Að óttast Drottin er upphaf spekinnar og að þekkja Hinn heilaga er hyggindi.
Við skulum hlýða á niðurstöðu þessa alls: Óttastu Guð og haltu boðorð hans því að það á hver maður að gera.
Fyrst menn hirtu ekkert um að þekkja Guð sleppti hann þeim á vald ósæmilegs hugarfars.
Haldið þau og fylgið þeim því að það mun sýna öðrum þjóðum visku ykkar og skilning en þær munu segja þegar þær heyra um öll þessi lög: „Þessi mikla þjóð er sannarlega vitur og vel að sér.“