6 til þess að menn skilji orðskviði og líkingar, orð spekinganna og gátur þeirra.
6 til þess að menn skilji orðskviði og líkingamál, orð spekinganna og gátur þeirra.
Munnur minn mælir speki og ígrundun hjarta míns er hyggindi.
Ég vil opna munn minn með líkingu og túlka liðna tíð.
Þessi spakmæli eru líka eftir spekinga: Hlutdrægni í dómi er röng.
Orð spekinganna eru hvöss sem broddar og kjarnyrðin eins og fastreknir naglar; þau eru gefin af einum hirði.
Þegar konungsríkin taka enda og mælir misgjörðanna er fylltur mun illur konungur og lævís hefjast til valda.
Ég tala við hann augliti til auglitis en ekki í gátum, hann fær að sjá mynd Drottins. Hvers vegna árædduð þið að ásaka þjón minn, Móse?
Hann svaraði þeim: „Ykkur er gefinn leyndardómur Guðs ríkis. Aðrir, sem fyrir utan eru, fá allt í dæmisögum,
og án dæmisagna talaði hann ekki til þeirra en fyrir lærisveinum sínum skýrði hann allt þegar þeir voru einir.
Fasta fæðan er fyrir fullorðna, fyrir þá sem jafnt og þétt hafa agað hugann til að greina gott frá illu.
Það gerir hann líka í öllum bréfum sínum þegar hann talar um þetta. En í þeim er sumt þungskilið er fáfróðir og staðfestulausir menn rangtúlka, eins og aðrar ritningar, sjálfum sér til tortímingar.