Á meðan hann var að tala greip Amasía fram í fyrir honum og sagði: „Hefur þú verið gerður að ráðgjafa konungs? Hættu, annars verðurðu barinn.“ Spámaðurinn þagnaði en sagði fyrst: „Ég veit að Guð hefur ákveðið að leiða yfir þig ógæfu vegna þess að þú gerðir þetta og fórst ekki að ráðum mínum.“
Enn sá ég undir sólinni að hinir fótfráu ráða ekki hlaupinu, né hetjurnar stríðinu, né eiga spekingarnir brauðið víst, né hinir hyggnu auðinn, né hinir vitru vinsældir því að tími og tilviljun hittir þá alla fyrir.
Haldið þau og fylgið þeim því að það mun sýna öðrum þjóðum visku ykkar og skilning en þær munu segja þegar þær heyra um öll þessi lög: „Þessi mikla þjóð er sannarlega vitur og vel að sér.“