Þeir völdu sína eigin vegi og gleðjast yfir viðurstyggðum sínum, eins valdi ég þeim misþyrmingar og sendi það yfir þá sem þeir skelfast því að ég hrópaði en enginn svaraði, talaði en enginn hlustaði. Þeir gerðu það sem illt var í augum mínum og höfðu mætur á því sem mér mislíkaði.
Illska þín mun aga þig og fráhvarf þitt refsa þér. Játa og ger þér ljóst að þú líður böl og kvelst af því að þú sveikst Drottin, Guð þinn, og óttaðist mig ekki, segir Drottinn, Guð hersveitanna.
Gætið þess að þið hafnið ekki þeim sem talar. Þeir sem höfnuðu þeim er gaf guðlega bendingu á jörðu komust ekki undan. Miklu síður munum við komast undan ef við gerumst fráhverf honum er gefur guðlega bendingu frá himnum.