Á meðan hann var að tala greip Amasía fram í fyrir honum og sagði: „Hefur þú verið gerður að ráðgjafa konungs? Hættu, annars verðurðu barinn.“ Spámaðurinn þagnaði en sagði fyrst: „Ég veit að Guð hefur ákveðið að leiða yfir þig ógæfu vegna þess að þú gerðir þetta og fórst ekki að ráðum mínum.“
Í hvert skipti sem Jahúdí hafði lesið þrjá eða fjóra dálka skar konungur þá af bókrullunni með pennahníf og fleygði í eldinn í eldstæðinu þar til öll bókin var brunnin.
Hinir vitru hafa orðið sér til skammar, þeir eru skelfingu lostnir og verða teknir til fanga. Þeir hafa hafnað orði Drottins, hvers virði er þeim þá eigin viska?