13 Alls kyns dýrgripi eignumst vér og fyllum hús vor ránsfeng.
13 Alls konar dýra muni munum vér eignast, fylla hús vor rændum fjármunum.
gleypum þá lifandi eins og hel, með húð og hári eins og þá sem eru horfnir til dánarheima.
Þú skalt taka jafnan hlut með oss, einn sjóð skulum vér allir hafa.“
Þannig fer öllum þeim sem fíknir eru í rangfenginn gróða: fíknin verður þeim að falli.
Betra er að vera hógvær með lítillátum en deila feng með dramblátum.
Íbúarnir kunna ekki að gera það sem rétt er, hefur Drottinn sagt. Þeir safna auði í hallir sínar með ofbeldi og yfirgangi.
Kallið út yfir hallirnar í Asdód og hallirnar í Egyptalandi og segið: Safnist saman á fjöllunum við Samaríu og sjáið sundrungina í borginni og ofbeldið sem þar er framið.
Hvar er nú bæli ljónanna, hvar hellir ljónshvolpanna þar sem ljónið gekk óáreitt, ljónynjan og hvolparnir?
Vegsemd þessa húss verður meiri en hins fyrra, segir Drottinn allsherjar. Á þessum stað mun ég veita heill, segir Drottinn allsherjar.
Og hann sagði við þá: „Gætið ykkar og varist alla ágirnd. Enginn þiggur líf af eigum sínum þótt auðugur sé.“