Hins vegar hefur þér fæðst sonur. Hann verður maður friðarins: Ég mun veita honum frið fyrir öllum fjandmönnum hans allt umhverfis. Nafn hans er Salómon og ég mun veita Ísrael hvíld og velgengni á stjórnartíma hans.
Af öllum sonum mínum, en Drottinn hefur gefið mér marga syni, hefur hann valið Salómon til þess að sitja í hinu konunglega hásæti Drottins yfir Ísrael.