3 Nokkrir fræðimenn hugsuðu þá með sjálfum sér: „Hann guðlastar!“
3 Nokkrir fræðimenn sögðu þá með sjálfum sér: “Hann guðlastar!”
Hver sem smánar nafn Drottins skal tekinn af lífi, allur söfnuðurinn skal grýta hann. Hvort sem það er aðkomumaður eða innborinn, sem smánar nafnið, skal hann deyja.
En sá sem syndgar af ásetningi, hvort sem hann er innborinn eða aðkomumaður, hefur smánað Drottin: Sá maður skal upprættur úr þjóð sinni.
Þá reif æðsti presturinn klæði sín og sagði: „Hann guðlastar, hvað þurfum við nú framar votta við? Þið heyrðuð guðlastið.
því að hann kenndi eins og sá er vald hefur og ekki eins og fræðimenn þeirra.
Þið heyrðuð guðlastið. Hvað líst ykkur?“ Og þeir dæmdu hann allir sekan og dauða verðan.
Sannlega segi ég ykkur: Allt verður mannanna börnum fyrirgefið, allar syndir þeirra og lastmælin, hve mjög sem þau kunna að lastmæla,
en sá sem lastmælir gegn heilögum anda fær eigi fyrirgefningu um aldur, hann er sekur um eilífa synd.“
Því að innan frá, úr hjarta mannsins, koma hinar illu hugsanir, saurlifnaður, þjófnaður, manndráp,
Þá tóku fræðimennirnir og farísearnir að hugsa með sér: „Hver er sá er fer með slíka guðlöstun? Hver getur fyrirgefið syndir nema Guð einn?“