1 Nú gekk Jesús niður af fjallinu og fylgdi honum mikill mannfjöldi.
1 Nú gekk Jesús niður af fjallinu, og fylgdi honum mikill mannfjöldi.
Þegar Jesús varð þess vís fór hann þaðan. Margir fylgdu honum og alla læknaði hann.
Menn komu til hans hópum saman og höfðu með sér halta menn og blinda, fatlaða, mállausa og marga aðra og lögðu þá fyrir fætur hans og hann læknaði þá.
Fjöldi manna fylgdi honum og þar læknaði hann þá.
Þegar þeir fóru frá Jeríkó fylgdi mikill mannfjöldi Jesú.
Mikill mannfjöldi fylgdi honum úr Galíleu, Dekapólis, Jerúsalem, Júdeu og landinu handan Jórdanar.
því að hann kenndi eins og sá er vald hefur og ekki eins og fræðimenn þeirra.
En þegar Jesús sá mikinn mannfjölda kringum sig bauð hann lærisveinunum að fara með sig yfir vatnið.
Þá kom til hans líkþrár maður, laut honum og sagði: „Drottinn, ef þú vilt getur þú hreinsað mig.“
Jesús fór með lærisveinum sínum út að vatninu og fylgdi mikill fjöldi úr Galíleu og úr Júdeu,
En fregnin um Jesú breiddist út því meir og menn komu hópum saman til að hlýða á hann og læknast af meinum sínum.