Þá sögðu þeir við konunginn: „Framseldu okkur sjö niðja þess manns sem ætlaði að tortíma okkur og hafði ákveðið að afmá okkur svo að enginn okkar yrði eftir í landi Ísraels. Við ætlum að taka þá af lífi handa Drottni í Gíbea, borg Sáls, hins útvalda Drottins.“ Konungurinn svaraði: „Ég skal selja ykkur þá í hendur.“