1 Dæmið ekki svo að þér verðið ekki dæmd.
1 Dæmið ekki, svo að þér verðið ekki dæmdir.
Heyrið orð Drottins, þér sem skjálfið fyrir boðskap hans. Bræður yðar, sem hata yður og hrekja yður brott vegna nafns míns, segja: „Drottinn birtist í dýrð sinni svo að vér getum séð gleði yðar,“ en þeir skulu til skammar verða.
Því að með þeim dómi, sem þér dæmið, munuð þér dæmd verða og með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða.
Hræsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þér og þá sérðu glöggt til að draga flísina úr auga bróður þíns.
Dæmið ekki og þér munuð eigi verða dæmd. Sakfellið eigi og þér munuð eigi verða sakfelld. Fyrirgefið öðrum og Guð mun fyrirgefa yður.
Hví sérð þú flísina í auga bróður þíns en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu?
Og þegar þeir héldu áfram að spyrja hann rétti hann sig upp og sagði við þá: „Sá ykkar sem syndlaus er kasti fyrstur steini á hana.“
Verðið eigi mörg kennarar, bræður mínir og systur. Þið vitið að við munum fá þyngri dóm.