Jarðarbúar allir eru ekkert á við hann, sem stýrir herskara himnanna og íbúum jarðar eins og hann sjálfur kýs. Enginn getur hamlað hendi hans eða spurt: Hvað hefurðu gert?
Og ég féll fram fyrir fætur honum til að tilbiðja hann og hann segir við mig: „Varastu þetta! Ég er samþjónn þinn og systkina þinna sem hafa vitnisburð Jesú. Tilbið þú Guð. Vitnisburður Jesú er andi spádómsgáfunnar.“