Guð forfeðra vorra, Guð Abrahams, Ísaks og Jakobs, hefur gert þjón sinn, Jesú, dýrlegan, sama Jesú sem þið framselduð og afneituðuð frammi fyrir Pílatusi er hann hafði ályktað að láta hann lausan.
Í sama mund komu einhverjir til Jesú og sögðu honum frá Galíleumönnunum sem Pílatus lét drepa er þeir færðu fórnir sínar svo að blóð þeirra blandaðist fórnarblóðinu.
Þeir sem áttu að kúga hann til sagna viku nú jafnskjótt frá honum. Og hersveitarforinginn varð hræddur er hann varð þess vís að það var rómverskur maður sem hann hafði látið binda.
En þá er þeir strengdu hann undir höggin sagði Páll við hundraðshöfðingjann er hjá stóð: „Leyfist ykkur að húðstrýkja rómverskan mann og það án dóms og laga?“
Nóttina áður en Heródes ætlaði að leiða hann fram svaf Pétur milli tveggja hermanna, bundinn tveim fjötrum, og varðmenn fyrir dyrum úti gættu fangelsisins.
og beiddist bréfa af honum til samkundnanna í Damaskus að hann mætti flytja í böndum til Jerúsalem þá er hann kynni að finna og væru þessa vegar, hvort heldur karla eða konur.
Því að sannarlega söfnuðust þeir saman í þessari borg, Heródes og Pontíus Pílatus ásamt Gyðingum og heiðingjunum, gegn hinum heilaga þjóni þínum, Jesú, er þú smurðir.
Þeir höfðu gætur á Jesú og sendu njósnarmenn er létust vera einlægir. Þeir áttu að láta hann tala af sér svo að þeir mættu framselja hann í hendur og á vald landstjórans.
Á fimmtánda stjórnarári Tíberíusar keisara, þegar Pontíus Pílatus var landstjóri í Júdeu en Heródes fjórðungsstjóri í Galíleu, Filippus, bróðir hans, í Ítúreu og Trakónítishéraði og Lýsanías í Abílene,
Menn æðsta prestsins fóru nú með Jesú frá Kaífasi til hallar landshöfðingjans. Það var snemma morguns. Þeir fóru ekki sjálfir inn í höllina svo að þeir saurguðust ekki heldur mættu neyta páskamáltíðar.
Þeir sögðu við hann: „Við erum komnir hingað til að binda þig svo að við getum framselt þig í hendur Filistea.“ Þá sagði Samson við þá: „Vinnið mér eið að því að þið munið ekki drepa mig sjálfir.“