Höggormurinn var slóttugri en öll dýr merkurinnar sem Drottinn Guð hafði gert. Hann sagði við konuna: „Er það satt að Guð hafi sagt: Þið megið ekki eta af neinu tré í aldingarðinum?“
En ég er hræddur um að eins og höggormurinn tældi Evu með flærð sinni, svo kunni og hugsanir ykkar að spillast og leiðast burt frá einlægri og hreinni tryggð við Krist.
Nú voru tveir dagar til páska og hátíðar ósýrðu brauðanna. Og æðstu prestarnir og fræðimennirnir leituðu fyrir sér hvernig þeir gætu handsamað Jesú með svikum og tekið hann af lífi.