Æðstu prestarnir, fræðimennirnir og öldungarnir vildu taka hann höndum en óttuðust fólkið. Þeir skildu að hann átti við þá með dæmisögunni. Og þeir yfirgáfu hann og gengu burt.
Þá tók Jesús að segja þeim dæmisögu: „Maður plantaði víngarð. Hann hlóð garð um hann, gróf fyrir vínþröng og reisti turn, seldi hann síðan vínyrkjum á leigu og fór úr landi.
Sannarlega munu þær allar hafa hann að háði og spotti í hálfkveðnum vísum. Þær munu segja: Vei þeim sem rakar að sér eigum annarra. Hve miklu lengur verður svo? Æ þyngri verður skuldabyrði hans.
Á þeim degi verður níð kveðið um yður og harmasöngur hafinn: „Vér erum glataðir. Eignum þjóðar minnar er svipt burt, landið tekið af henni og því deilt milli kúgara.“