Páll og Barnabas svöruðu þá einarðlega: „Svo hlaut að vera að orð Guðs væri fyrst flutt ykkur. Þar sem þið nú vísið því á bug og metið sjálfa ykkur ekki verða eilífs lífs, þá snúum við okkur nú til heiðingjanna.
Svo sannarlega sem ég lifi, segir Drottinn Guð: Sauðunum í hjörð minni hefur verið rænt og fé mitt orðið villidýrum að bráð úti á bersvæði þar sem hirðir var enginn. Hirðar mínir leituðu ekki fjár míns en hirtu aðeins um sjálfa sig en ekki um sauði mína.
heldur boðaði ég fyrst þeim í Damaskus og í Jerúsalem, síðan um alla Júdeubyggð og heiðingjunum að taka sinnaskiptum og snúa sér til Guðs og sýna það í verki.
En er þeir snerust gegn honum og fóru að lastmæla hristi hann dustið af klæðum sínum og sagði: „Þið getið sjálfir ykkur um það kennt að þið farist. Ekki er mér um það að kenna. Upp frá þessu fer ég til heiðingjanna.“
Ég mun leita þess sem villist og sækja hið hrakta, binda um hið limlesta og styrkja hið veikburða. Ég mun gæta hins feita og þróttmikla og halda því í haga eins og rétt er.
Ísrael var sundruð sauðahjörð sem ljón höfðu tvístrað. Fyrst át Assýríukonungur nokkuð af henni en að lokum nagaði Nebúkadresar, konungur í Babýlon, beinin.
Þið hafið ekki hjálpað hinu veikburða, ekki læknað hið sjúka, ekki bundið um hið særða og hvorki sótt það sem hraktist burt né leitað þess sem týndist, en hið sterka hafið þið leitt með harðri hendi.