9 Ússía gat Jótam, Jótam gat Akas, Akas gat Esekía,
Á öðru stjórnarári Peka Remaljasonar varð Jótam Ússíason Júdakonungur.
Asaría var lagður til hvíldar hjá feðrum sínum og grafinn hjá þeim í borg Davíðs. Jótam, sonur hans, varð konungur eftir hann.
Ússía konungur var holdsveikur allt til dauðadags. Hann bjó í sérstöku húsi vegna þess að hann var holdsveikur og því útilokaður frá húsi Drottins. Jótam, sonur hans, var settur yfir hirðina og ríkti yfir landsbúum.
Jótam var tuttugu og fimm ára þegar hann varð konungur og hann ríkti sextán ár í Jerúsalem. Móðir hans hét Jerúsa og var Sadóksdóttir.
Esekía gat Manasse, Manasse gat Amos, Amos gat Jósía.
Asaf gat Jósafat, Jósafat gat Jóram, Jóram gat Ússía,