Lausingjar og hrakmenni söfnuðust að honum og þeir urðu Rehabeam, syni Salómons, öflugri. Rehabeam var ungur og óharðnaður og gat ekki veitt þeim viðnám.
Rehabeam var lagður til hvíldar hjá feðrum sínum og grafinn hjá þeim í borg Davíðs. Móðir hans hét Naama og var frá Ammón. Abía, sonur hans, varð konungur eftir hann.