því að Davíð hafði gert það sem rétt var í augum Drottins og í engu vikið frá því sem Drottinn bauð honum, á meðan hann lifði, nema í máli Úría Hetíta.
Síðustu orð Davíðs hljóða svo: Svo segir Davíð, sonur Ísaí, þannig mælir maðurinn sem hátt var settur, hinn smurði Guðs Jakobs sem lofaður var í ljóðum Ísraels:
Drottinn sagði við Samúel: „Hversu lengi ætlarðu að vera sorgmæddur vegna Sáls? Ég hef hafnað honum sem konungi yfir Ísrael. Fylltu horn þitt af olíu og haltu af stað. Ég sendi þig til Ísaí frá Betlehem því að ég hef valið mér einn af sonum hans til að verða konungur.“
Það sem lögmálinu var ógerlegt, þar eð það var vanmegna gagnvart sjálfshyggju mannsins, það gerði Guð með því að senda sinn eigin son í líkingu syndugs manns gegn syndinni og dæma syndina í manninum.
Af öllum sonum mínum, en Drottinn hefur gefið mér marga syni, hefur hann valið Salómon til þess að sitja í hinu konunglega hásæti Drottins yfir Ísrael.
af því að þið hafið allir gert samsæri gegn mér. Enginn sagði mér að sonur minn hefði gert sáttmála við son Ísaí. Enginn ykkar fann til með mér og enginn trúði mér fyrir því að sonur minn hefði fengið þjón minn til að sitja fyrir mér eins og nú er orðið.“