3 Júda gat Peres og Sara við Tamar, Peres gat Esrom, Esrom gat Ram,
Þá sagði Júda við Tamar, tengdadóttur sína: „Nú skalt þú búa sem ekkja í húsi föður þíns þangað til Sela, sonur minn, verður fulltíða.“ Hann óttaðist að ella mundi Sela deyja eins og bræður hans. Þá sneri Tamar heim og bjó í húsi föður síns.
Júda tók konu að nafni Tamar til handa Ger, frumgetnum syni sínum.
Synir Júda voru Ger, Ónan, Sela, Peres og Sera. En Ger og Ónan dóu í Kanaanslandi. Synir Peresar voru Hesrón og Hamúl.
Synir Júda voru Peres, Hesrón og Karmí og Húr og Sóbal.
Og af niðjum Sera: Jegúel. Og bræður þeirra voru sex hundruð og níutíu.
Abraham gat Ísak, Ísak gat Jakob, Jakob gat Júda og bræður hans.
Ram gat Ammínadab, Ammínadab gat Nakson, Nakson gat Salmon,
sonar Ammínadabs, sonar Admíns, sonar Arní, sonar Esroms, sonar Peres, sonar Júda,