Hann var fjötraður, dæmdur og leiddur burt en hver hugsaði um afdrif hans þegar hann var hrifinn burt af landi lifenda? Vegna syndar míns lýðs var honum refsað.
Sjá, þeir dagar koma, segir Drottinn, að ég mun láta réttlátan kvist vaxa af ætt Davíðs. Hann mun ríkja sem konungur, breyta viturlega og iðka rétt og réttlæti í landinu.
mun ég hvorki hafna niðjum Jakobs né Davíðs, þjóns míns. Ég mun velja menn af niðjum hans til að ríkja yfir ætt Abrahams, Ísaks og Jakobs því að ég mun snúa við högum þeirra og miskunna þeim.
Á þeim degi mun ég endurreisa hina föllnu tjaldbúð Davíðs. Ég mun múra upp í sprungurnar og reisa það sem hrunið hefur. Ég mun byggja það aftur eins og það var áður
Á þeim degi mun Drottinn halda hlífiskildi yfir Jerúsalembúum og á þeim degi mun hinn reikuli verða sem Davíð og hús Davíðs eins og Guð, eins og engill Drottins fyrir þeim.
En þegar Jesús hafði verið skírður sté hann jafnskjótt upp úr vatninu. Og þá opnuðust himnarnir og hann sá anda Guðs stíga niður eins og dúfu og koma yfir sig.
Nú voru fyrirheitin gefin Abraham og niðja hans. Þar stendur ekki „og niðjum“ eins og margir ættu í hlut heldur „og niðja þínum“ eins og þegar um einn er að ræða og það er Kristur.