8 Hann hefur og sagt okkur frá kærleika ykkar sem andinn hefur vakið með ykkur.
8 Hann hefur og sagt oss frá kærleika yðar, sem andinn hefur vakið með yður.
Því að ekkert er hulið að það verði eigi gert opinbert né leynt að það komi ekki í ljós.
Ég heiti á ykkur, systkin, vegna Drottins vors Jesú Krists og kærleiksanda hans, að hjálpa mér í stríði mínu með því að biðja fyrir mér til Guðs
Og vonin bregst okkur ekki. Því að kærleikur Guðs hefur streymt inn í hjörtu okkar með heilögum anda sem okkur er gefinn.
En ávöxtur andans er: kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska,
Ég hef heyrt um trú ykkar á Krist Jesú og um kærleikann sem þið berið til allra heilagra
Því að ekki gaf Guð okkur anda hugleysis heldur anda máttar og kærleiks og stillingar.
Með því að hlýða sannleikanum hafið þið hreinsað ykkur og getið því borið hræsnislausa elsku hvert til annars. Haldið því áfram að elska hvert annað af heilu hjarta.