2 Miskunn, friður og kærleiki margfaldist með ykkur.
2 Miskunn, friður og kærleiki margfaldist yður til handa.
Ég heilsa öllum sem Guð elskar í Róm og kallar til heilags lífs. Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi.
Og yfir öllum þeim sem fylgja þessari reglu sé friður og miskunn og yfir Ísrael Guðs.
Tímóteusi, skilgetnu barni sínu í trúnni. Náð, miskunn og friður frá Guði föður og Kristi Jesú, Drottni vorum.
en útvaldir samkvæmt fyrirvitund Guðs föður og helgaðir af anda hans til að hlýða Jesú Kristi og hreinsast með blóði hans. Náð og friður margfaldist með yður.
Náð og friður margfaldist með yður með þekkingu á Guði og Jesú, Drottni vorum.