Sjálfur hélt hann eina dagleið inn í eyðimörkina. Þar settist hann undir einiberjarunna og óskaði þess eins að deyja og mælti. „Mál er nú, Drottinn, að þú takir líf mitt því að ég er engu betri en feður mínir.“
Allir sem eftir verða af þessari vondu kynslóð munu kjósa dauðann fremur en lífið, allir sem eftir verða á þeim fjölmörgu stöðum sem ég hef hrakið þá til, segir Drottinn hersveitanna.
Og er sól var á lofti leiddi Guð fram brennheitan eyðimerkurvindinn og sólin stakk Jónas í höfuðið svo að hann örmagnaðist. Þá óskaði hann sér dauða og sagði: „Ég vil heldur deyja en lifa.“
En ég hef ekki hagnýtt mér neitt af þessu og ég skrifa þetta ekki heldur til þess að svo verði við mig gert. Mér væri betra að deyja. Enginn skal ónýta það sem ég tel mér til gildis.