17 Og yður verður ljóst að ég, Drottinn, Guð yðar, bý á Síon, hinu heilaga fjalli mínu. Jerúsalem verður heilög, aðkomumenn munu aldrei framar ryðjast þar í gegn.