Svo segir Drottinn: Ég ríf upp alla vonda nágranna mína sem hafa snert erfðahlutinn sem ég fékk lýð mínum, Ísrael. Ég ríf einnig upp ætt Júda sem er mitt á meðal þeirra.
Háreystin berst til allra íbúa heims, allt til endimarka jarðar því að Drottinn höfðar mál gegn þjóðunum, heldur rétt yfir öllum dauðlegum og gefur hina guðlausu sverðinu á vald, segir Drottinn.
Um Ammóníta. Svo segir Drottinn: Á Ísrael enga syni, engan sem tekur arf eftir hann? Hvers vegna tók Milkóm ættbálk Gaðs í arf, hví settist þjóð Milkóms að í borgum hans?
Ísrael var sundruð sauðahjörð sem ljón höfðu tvístrað. Fyrst át Assýríukonungur nokkuð af henni en að lokum nagaði Nebúkadresar, konungur í Babýlon, beinin.
Þess vegna segir Drottinn Guð svo: Af brennandi ákafa mun ég tala gegn hinum þjóðunum og öllum Edóm. Þær hafa slegið eign sinni á land mitt og rekið íbúana burt, illkvittnar og fullar fyrirlitningar, svo að þær geti rænt þá.
Ég fullnægi refsidómi mínum yfir honum með drepsótt og blóði og steypiregni, hagli og eldi og ég helli brennisteini yfir hann og liðssveitir hans og hinar fjölmörgu þjóðir sem fylgja honum.
Á þeim degi fæ ég Góg legstað í Ísrael, í Óberím austan hafsins. Gröfin mun loka veginum fyrir þeim sem þar fara um því að Góg verður grafinn þar og allar hersveitir hans og staðurinn mun nefndur Hamón Góg.
Svo segir Drottinn: Vegna þriggja, já, vegna fjögurra glæpa Edóms hverf ég ekki frá þessu: Af því að þeir ofsóttu bræður sína með sverði og kæfðu alla samúð með þeim, af því að þeir rændu í óslökkvandi reiði sinni og héldu heift sinni sífellt vakandi
Bíðið, segir Drottinn, bíðið dagsins þegar ég kem sem ákærandi. Því að ég hef ákveðið að safna þjóðunum saman og stefna saman konungsríkjunum til að ausa yfir þau reiði minni, allri minni logandi heift. Já, fyrir eldi bræði minnar mun öll jörðin eyðast.
Þjóðirnar reiddust og reiði þín kom og tíminn til að dæma hina dauðu og gefa launin þjónum þínum, spámönnunum og hinum heilögu og þeim sem óttast nafn þitt, smáum og stórum, og til að eyða þeim sem jörðina eyða.
Þeir eru djöfla andar sem gera tákn. Þeir fara til allra konunga í veröldinni til að safna þeim saman til stríðsins á hinum mikla degi Guðs hins alvalda.
Og hann mun fara og leiða þjóðirnar Góg og Magóg, á fjórum skautum jarðarinnar, afvega og safna þeim saman til stríðs og fjöldi þeirra er sem sandur sjávarins.