Hlýðið á þetta, Jakobsniðjar, sem nefndir eruð nafni Ísraels og komnir eruð af Júda, þér sem sverjið við nafn Drottins og lofið Guð Ísraels en hvorki í einlægni né sannleika.
Ég mun koma til ykkar og halda dómþing. Ég kem brátt og vitna gegn galdramönnum, hórkörlum og meinsærismönnum, gegn öllum sem halda launum fyrir daglaunamönnum, kúga ekkjur og munaðarleysingja og þjaka aðkomumenn og óttast mig ekki, segir Drottinn hersveitanna.
Ef þú hórast, Ísrael, skal Júda ekki verða sek. Farið því ekki til Gilgal og farið ekki til Betaven og sverjið ekki: „Svo sannarlega, sem Drottinn lifir.“
Hlýðið á orð Drottins, allir Júdamenn sem búið í Egyptalandi: Ég sver við mitt mikla nafn, segir Drottinn: Enginn Júdamanna skal hér eftir nefna nafn mitt neins staðar í Egyptalandi og segja: Svo sannarlega sem Drottinn, Guð lifir.
Þeir spenna tunguna eins og boga, þeir halda völdum í landinu með lygi, ekki með sannleika. Þeir ganga frá einu illvirki til annars en mig þekkja þeir ekki, segir Drottinn.