En Elía svaraði: „Það er ekki ég sem hef skaðað Ísrael heldur þú og ætt föður þíns með því að þið hafið hafnað boðum Drottins og þú sjálfur fylgt Baölum.
Geta fánýt goð framandi þjóða gefið regn? Eða sendir himinninn regnskúrir að eigin frumkvæði? Ert það ekki þú, Drottinn, Guð vor? Vér vonum á þig því að þú hefur gert þetta allt.
En þó hefur hann vitnað um sjálfan sig með velgjörðum sínum. Hann hefur gefið ykkur regn af himni og uppskerutíðir. Hann hefur veitt ykkur fæðu og fyllt hjörtu ykkar gleði.“