Verið ekki þrjóskir eins og feður ykkar. Réttið Drottni höndina og komið í helgidóm hans sem hann hefur helgað ævinlega. Þjónið Drottni, Guði ykkar, svo að brennandi heift hans snúi frá ykkur.
Því næst lét hann fallast á jörðina og baðst fyrir með þessum orðum: Nakinn kom ég af móðurskauti og nakinn hverf ég þangað aftur, Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins.
Jarðarbúar allir eru ekkert á við hann, sem stýrir herskara himnanna og íbúum jarðar eins og hann sjálfur kýs. Enginn getur hamlað hendi hans eða spurt: Hvað hefurðu gert?