Þú treystir kunnáttu þinni, sagðir: „Enginn sér til mín.“ Kunnátta þín og þekking leiddi þig afvega svo að þú sagðir með sjálfri þér: „Ég og engin önnur.“
Veitið henni eins mikla kvöl og sorg og hennar stærilæti og óhóf hefur verið. Hún segir í hjarta sínu: Hér sit ég og er drottning, ekkja er ég eigi, sorg mun ég aldrei sjá.