og þjóð mín, sem nafn mitt hefur verið hrópað yfir, auðmýkir sig, biður, leitar auglits míns og lætur af illri breytni sinni, mun ég heyra á himninum, fyrirgefa synd hennar og græða upp land hennar.
Móse og Aron fóru þá til faraós og sögðu við hann: „Svo segir Drottinn, Guð Hebrea: Hve lengi ætlar þú að neita að beygja þig fyrir mér? Leyfðu þjóð minni að fara svo að hún geti þjónað mér.
Ég segi yður: Tollheimtumaðurinn fór heim til sín sáttur við Guð, hinn ekki, því að hver sem upp hefur sjálfan sig mun auðmýktur verða en sá sem lítillækkar sjálfan sig mun upp hafinn verða.“