Og húsbóndinn hrósaði svikula ráðsmanninum fyrir að hafa breytt kænlega. Því að börn þessa heims eru kænni í skiptum við sína kynslóð en börn ljóssins.
Þér eigið djöfulinn að föður og viljið gera það sem faðir yðar girnist. Hann var manndrápari frá upphafi og hefur aldrei þekkt sannleikann því í honum finnst enginn sannleikur. Þegar hann lýgur fer hann að eðli sínu því hann er lygari og lyginnar faðir.
því að enn þá lifið þið í sjálfshyggju. Það er metingur og deilur á milli ykkar. Sýnir það ekki að þið látið ekki andann leiða ykkur og hegðið ykkur eins og hverjir aðrir menn?
Ég hrósa mér af því að ég veit með sjálfum mér að líf mitt í heiminum, og sérstaklega hjá ykkur, hefur stjórnast af hreinskilni og einlægni sem kemur frá Guði, ekki af mannlegri speki heldur hefur Guð sýnt mér náð.
En ég er hræddur um að eins og höggormurinn tældi Evu með flærð sinni, svo kunni og hugsanir ykkar að spillast og leiðast burt frá einlægri og hreinni tryggð við Krist.
Sérhver góð gjöf og sérhver fullkomin gáfa er ofan að, frá föður ljósanna. Hjá honum er engin umbreyting né flöktandi skuggar. Hann er ávallt hinn sami.
Og drekanum mikla var varpað niður, hinum gamla höggormi sem heitir djöfull og Satan og afvegaleiðir alla heimsbyggðina, honum var varpað niður á jörðina og englum hans var varpað niður með honum.