og sagði við þá: „Hver sem tekur við þessu barni í mínu nafni tekur við mér og hver sem tekur við mér tekur við þeim er sendi mig. Því að sá sem minnstur er meðal ykkar allra, hann er mestur.“
En ef við erum börn erum við líka erfingjar og það erfingjar Guðs en samarfar Krists því að við líðum með honum til þess að við verðum einnig vegsamleg með honum.
Því að aldrei mun fátækra vant verða í landinu og þess vegna geri ég þér þetta að skyldu: Ljúktu upp hendi þinni fyrir meðbræðrum þínum, fátækum og þurfandi í landi þínu.
Ef einhver bræðra þinna er fátækur í einni af borgum þínum í landinu sem Drottinn, Guð þinn, gefur þér skaltu ekki loka hendi þinni fyrir fátækum bróður þínum með harðýðgi
Gæt þess að hleypa ekki þessari ódrengilegu hugsun að: „Nú er skammt til sjöunda ársins þegar skuldir skulu felldar niður,“ og þú lítir þurfandi bróður þinn illu auga og gefir honum ekkert. Þá mun hann ákalla Drottin og ásaka þig og það verður þér til syndar.
En þið eruð „útvalin kynslóð, konunglegur prestdómur, heilög þjóð, eignarlýður, til þess að þið skuluð víðfrægja dáðir hans,“ sem kallaði ykkur frá myrkrinu til síns undursamlega ljóss.
Ég þekki þrengingu þína og fátækt − en þú ert samt auðugur. Ég veit hvernig þú ert hrakyrtur af þeim sem segja sjálfa sig vera Gyðinga en eru það ekki heldur samkunda Satans.
Hann lyftir hinum auma úr duftinu og hefur hinn snauða úr skarninu, leiðir hann til sætis hjá höfðingjum og skipar honum í öndvegi. Stoðir jarðar eru eign Drottins, á þeim reisti hann heiminn.