Þá gekk Elía fram fyrir allt fólkið og hrópaði: „Hversu lengi ætlið þið að haltra til beggja hliða? Ef Drottinn er Guð, fylgið honum. En ef Baal er Guð, þá fylgið honum.“ En fólkið svaraði honum ekki einu orði.
Drottinn segir: Þetta fólk nálgast mig með munni sínum og heiðrar mig með vörum sínum en hjarta þess er mér fjarri og guðsótti þess er utanaðlærðar mannasetningar.
Augu þeirra eru full hórdóms og þeim verður ekki frá syndinni haldið. Þeir fleka óstyrkar sálir, hjarta þeirra hefur tamið sér ágirnd. Það er bölvun yfir þeim.
Það gerir hann líka í öllum bréfum sínum þegar hann talar um þetta. En í þeim er sumt þungskilið er fáfróðir og staðfestulausir menn rangtúlka, eins og aðrar ritningar, sjálfum sér til tortímingar.