3 Þið vitið að trúfesti ykkar vekur þolgæði
3 Þér vitið, að trúarstaðfesta yðar vekur þolgæði,
Verið þrautseigir, með því munuð þér ávinna lífið.
Allt það sem áður er ritað er ritað okkur til fræðslu, til þess að við héldum von okkar vegna þess þolgæðis og uppörvunar sem ritningarnar gefa.
þeim eilíft líf sem leita vegsemdar, heiðurs og ódauðleika með staðfestu sinni í góðri breytni
En ef við vonum það sem við sjáum ekki bíðum við þess með þolinmæði.
Við vitum að þeim sem Guð elska samverkar allt til góðs, þeim sem hann hefur kallað samkvæmt ákvörðun sinni.
Þrenging mín er skammvinn og léttbær og aflar mér eilífrar dýrðar sem stórum yfirgnæfir allt.
Hann styrki ykkur á allar lundir með dýrðarmætti sínum svo að þið fyllist þolgæði í hvívetna og umburðarlyndi og getið með gleði
Því get ég miklast af ykkur í söfnuðum Guðs fyrir þolgæði ykkar og trú í öllum ofsóknum ykkar og þrengingum þeim er þið þolið.
En Drottinn leiði hjörtu ykkar til kærleika Guðs og þolgæðis Krists.
Þolgæðis hafið þið þörf, til þess að þið gerið Guðs vilja og öðlist fyrirheitið.
Fyrst við erum umkringd slíkum fjölda votta léttum þá af okkur allri byrði og viðloðandi synd og þreytum þolgóð það skeið sem við eigum fram undan.
Gerist ekki sljó. Breytið heldur eftir þeim sem trúa og eru stöðuglynd og erfa það sem Guð hefur heitið.
Það er til þess að trúfesti ykkar, langtum dýrmætari en forgengilegt gull, sem þó er reynt í eldi, geti orðið ykkur til lofs og dýrðar og heiðurs við opinberun Jesú Krists.
í þekkingunni sjálfsaga, í sjálfsaganum þolgæði, í þolgæðinu guðrækni,