Þá sá konan að tréð var gott af að eta, fagurt á að líta og girnilegt til fróðleiks. Hún tók af ávexti þess og át og gaf einnig manni sínum, sem með henni var, og hann át.
Og Drottinn fann sætan ilm og sagði í hjarta sínu: „Eigi mun ég framar leiða bölvun yfir jörðina vegna mannsins þótt hneigðir mannsins séu illar, allt frá æsku hans, og upp frá þessu mun ég ekki framar gereyða því sem lifir eins og ég hef gert.
Davíð sendi nú menn til að sækja hana. Hún kom til hans og hann lagðist með henni en hún hafði einmitt verið að hreinsa sig af óhreinleika sínum. Síðan fór hún aftur heim.
Varð þá hið góða mér til dauða? Fjarri fer því. Nei, það var syndin. Til þess að hún yrði ber að því að vera synd olli hún mér dauða með því sem gott er. Þannig skyldi boðorðið sýna hve skelfileg syndin er.