„Farið og leitið svara hjá Drottni fyrir mig og þá sem eftir eru af Ísrael og Júda um það sem stendur í þessari bók sem fundist hefur. Því að mikil er reiði Drottins sem úthellt hefur verið yfir okkur þar sem forfeður okkar hafa ekki fylgt skipun Drottins með því að fara eftir öllu því sem skráð er í þessari bók.“