Þeir eru djöfla andar sem gera tákn. Þeir fara til allra konunga í veröldinni til að safna þeim saman til stríðsins á hinum mikla degi Guðs hins alvalda.
Við eigum ekki að halda áfram að vera börn sem hrekjast og berast fram og aftur af hverjum kenningarvindi og tæld af slægum mönnum með vélabrögðum villunnar.
Nú snýst ég gegn spámönnunum sem segja logna drauma, segir Drottinn, og blekkja þjóð mína með lygum sínum og raupi. Ég hef hvorki sent þá né gefið þeim fyrirmæli, þeir eru þessari þjóð til einskis gagns, segir Drottinn.
Gamli spámaðurinn svaraði honum: „Ég er einnig spámaður eins og þú. Engill sagði við mig að boði Drottins: Far þú með hann aftur heim til þín, að hann megi matar neyta og vatn drekka.“ En hann sagði ósatt.
Og meðal spámannanna í Jerúsalem hef ég séð hryllilegt athæfi. Þeir hórast og ljúga, styðja illvirkja, svo að enginn þeirra hverfur frá illri breytni sinni. Fyrir mér eru þeir allir orðnir eins og Sódóma, borgarbúar eins og Gómorra.