Minnist englanna sem ekki gættu tignar sinnar heldur yfirgáfu eigin bústað. Guð hefur geymt þá í myrkri í ævarandi fjötrum til dómsins á deginum mikla.
því að Demas hefur yfirgefið mig vegna þess að hann elskaði þennan heim. Hann er farinn til Þessaloníku. Kreskes er farinn til Galatíu og Títus til Dalmatíu.
Bjarga mér undan mönnum með hendi þinni, Drottinn, undan mönnum sem hafa hlotið sinn skerf af heimsins gæðum. Þú mettar þá sem þú verndar, seður syni þeirra og þeir safna auði handa börnum sínum.
Vitið þið ekki að ef þið gerist ánauðug þý einhvers eruð þið nauðbeygð að hlýða honum? Annaðhvort hlýðið þið syndinni sem leiðir til dauða eða Guði sem leiðir til lífs í réttlæti.