Þess vegna sendi ég Tímóteus til ykkar sem er elskað og trútt barn mitt í samfélagi við Drottin. Hann mun minna ykkur á hvernig ég þjóna Kristi og hvernig ég kenni alls staðar í hverjum söfnuði.
Ekki er ég eins og hinir mörgu er pranga með Guðs orð heldur flyt ég það af hreinum huga frá Guði frammi fyrir augliti Guðs með því að ég er í samfélagi við Krist.
Ég hafna allri skammarlegri launung, ég beiti ekki klækjum né falsa Guðs orð heldur birti ég sannleikann. Guð veit að ég skírskota til samvisku hvers manns um sjálfan mig.