En er þeir snerust gegn honum og fóru að lastmæla hristi hann dustið af klæðum sínum og sagði: „Þið getið sjálfir ykkur um það kennt að þið farist. Ekki er mér um það að kenna. Upp frá þessu fer ég til heiðingjanna.“
Hann var krossfestur af því að hann var veikur en Guð er máttugur og lætur hann lifa. Og einnig ég er veikur eins og hann en Guð veitir mér kraft og ég mun lifa með Kristi.