Nú sjáum vér svo sem í skuggsjá, í ráðgátu, en þá munum vér sjá augliti til auglitis. Nú er þekking mín í molum en þá mun ég gjörþekkja eins og ég er sjálfur gjörþekktur orðinn.
En það er eins og ritað er: Það sem auga sá ekki og eyra heyrði ekki og ekki kom upp í hjarta nokkurs manns, það allt hefur Guð fyrirbúið þeim er hann elska.
Hver hefur stigið upp til himna og komið niður? Hver hefur safnað vindinum í greipar sínar? Hver hefur bundið vötnin í skikkju sína? Hver hefur ákvarðað endimörk jarðar? Hvað heitir hann og hvað heitir sonur hans, veist þú það?
Þið elskuðu, nú þegar erum við Guðs börn og það er enn þá ekki orðið bert hvað við munum verða. Við vitum að þegar hann birtist, þá verðum við honum lík því að við munum sjá hann eins og hann er.