Hann bar sjálfur syndir okkar á líkama sínum upp á tréð, til þess að við skyldum deyja frá syndunum og lifa réttlætinu. Fyrir hans benjar eruð þið læknuð.
Ef aðrir hafa þennan rétt hjá ykkur, hef ég hann þá ekki miklu fremur? En ég hef ekki hagnýtt mér þennan rétt heldur sætti mig við allt til þess að tálma ekki fagnaðarerindinu um Krist.