Fyrirverð þig því ekki fyrir vitnisburðinn um Drottin vorn né fyrir mig, bandingja hans, heldur skalt þú með mér illt þola vegna fagnaðarerindisins svo sem Guð gefur máttinn til.
Og ég féll fram fyrir fætur honum til að tilbiðja hann og hann segir við mig: „Varastu þetta! Ég er samþjónn þinn og systkina þinna sem hafa vitnisburð Jesú. Tilbið þú Guð. Vitnisburður Jesú er andi spádómsgáfunnar.“
með máttugum táknum og stórmerkjum í krafti heilags anda. Þannig hef ég lokið því af að boða fagnaðarerindið um Krist alla leið frá Jerúsalem og hringinn til Illýríu.
En mér er líf mitt einskis virði fái ég aðeins að fullna skeið mitt og þá þjónustu sem Drottinn Jesús fól mér: Að bera vitni fagnaðarerindinu um Guðs náð.
Þetta verður á þeim degi er Drottinn kemur til að opinbera sínum heilögu dýrð sína og vegsamast af öllum sem trú hafa tekið. Og þið eruð meðal þeirra sem trúað hafa þeim vitnisburði sem ég flutti ykkur.
Þeir tóku til dag við hann og komu þá mjög margir til hans þar sem hann dvaldi. Frá morgni til kvölds skýrði Páll og vitnaði fyrir þeim um Guðs ríki og reyndi að sannfæra þá um Jesú, bæði eftir lögmáli Móse og spámönnunum.
Þegar lambið rauf fimmta innsiglið sá ég undir altarinu sálir þeirra manna sem drepnir höfðu verið sakir Guðs orðs og vitnisburðarins sem þeir höfðu borið.
Ég, Jóhannes, bróðir yðar, sem í Jesú á hlutdeild með yður í þrengingunni, ríkinu og þolgæðinu, var á eynni Patmos sakir Guðs orðs og vitnisburðarins um Jesú.