Aristarkus, sambandingi minn, biður að heilsa ykkur. Svo og Markús, frændi Barnabasar, sem þið hafið fengið orð um. Ef hann kemur til ykkar þá takið vel á móti honum.
Einnig biður Epafras að heilsa ykkur, sem er einn úr ykkar hópi. Hann er þjónn Krists Jesú og berst jafnan fyrir ykkur í bænum sínum til þess að þið megið standa stöðug, fullkomin og fullviss í öllu því sem Guð vill.