Fyrirgef lýð þínum sem hefur syndgað gegn þér og fyrirgef öll afbrot hans gegn þér. Gef að þeir sem fluttu hann í ánauð fái samúð með honum og sýni honum miskunn.
Drottinn, leggðu við hlustir og hlýddu á bæn þjóns þíns og bæn þjóna þinna sem gleðjast yfir að sýna nafni þínu lotningu: Láttu nú þjóni þínum takast ætlunarverk sitt og gefðu að mér verði miskunnað frammi fyrir þessum manni.“ Ég var byrlari konungs.
Hegaí gast vel að stúlkunni og vann hún hylli hans og sá hann henni án tafar fyrir fegrunarsmyrslum og nægum mat. Þá fékk hann henni einnig sjö valdar þernur úr höll konungs og eftirlét henni og þernum hennar besta staðinn í kvennabúrinu.
og Aspenas sagði við Daníel: „Nú hefur herra minn, konungurinn, ákveðið hvað þið skuluð eta og drekka. En smeykur er ég um að konungur kunni að gera mig höfðinu styttri ef þið lítið verr út en félagar ykkar.“
frelsaði hann úr öllum þrengingum hans og veitti honum visku og lét hann ná hylli faraós svo að hann skipaði hann höfðingja yfir Egyptalandi og öllum eigum sínum.