Biblia Todo Logo
Bìoball air-loidhne

- Sanasan -

Sálmarnir 1 - Biblían (2007)


Fyrsta bók

1 Sæll er sá sem eigi fer að ráðum óguðlegra, eigi gengur götur syndara og eigi situr meðal háðgjarnra

2 heldur hefur yndi af leiðsögn Drottins og hugleiðir lögmál hans dag og nótt.

3 Hann er sem tré gróðursett hjá lindum, það ber ávöxt sinn á réttum tíma og blöð þess visna ekki. Allt, sem hann gerir, lánast honum.

4 Óguðlegum farnast á annan veg, þeir hrekjast sem hismi í stormi.

5 Því hvorki standast óguðlegir fyrir dómi né syndarar í söfnuði réttlátra.

6 Drottinn vakir yfir vegi réttlátra en vegur óguðlegra endar í vegleysu.

Icelandic DC Bible © Icelandic Bible Society, 2007 

Icelandic Bible Society
Lean sinn:



Sanasan